Krakka- og unglingacrossfit

Krefjandi æfingar með MedBall, ketilbjöllum, lóðum og eigin þyngd. Einnig verður farið yfir tæknina í ólympískum lyftingum ásamt öðrum stangaræfingum. Námskeið sem hentar öllum þar sem hver og einn getur aðlagað æfingarnar að sinni getu.

Unglingar í 10. Bekk (fædd 2004) geta mögulega farið að mæta í opna Crossfit tíma eftir þetta námskeið þegar góðri tækni hefur verið náð og þjálfari metur þau hæf til þess.